Inngangur
Í fyrri æfingum hefurðu þú lært hversu mikilvægur stuðningur annarrar er. Eftirfarandi fullyrðing dregur það vel saman: „Það er ekki það sem þú veist sem skiptir máli heldur fólkið sem þú þekkir“.
Markmið
Til að finna vinnu, helst starf við hæfi, þarftu að vera virku í atvinnuleitinni og reyna að finna eins mörg atvinnutækifæri og mögulegt er. Til viðbótar við hefðbundnar aðferðir við að finna vinnu: fylgjast með atvinnuauglýsingum, nýta vinnumiðlanir og Vinnumálastofnun, þá getur þú í dag getur þú einnig nýtt samfélagsmiðla í atvinnuleit (LinkedIn, Facebook o.fl.). Með því að nýta þessar leiðir þá getur þú öðlast betri skilning á þörfum fyrirtækjanna, stækkað tengslanetið, aukið sýnileika þinn og deilt hæfni þinni og styrkleikum með fleirum. Með aukinni virkni á samfélagsmiðlum opnast fleiri tækifæri í atvinnuleitinni.
SKREF 1
Taktu mið af því sem þú hefur lært um mikilvægi tengslanetsins úr fyrri æfingu:
- Mæta á fundi/viðburði/þjálfun. Leitaðu eftir viðburðum sem tengjast atvinnuleit eða starfsgreininni sem þú vilt vinna innan. Taktu þátt – þannig kynnist þú nýju fólki sem getur hjálpað þér að finna vinnu.
- Ekki vera hrædd um að spyrja og gefa af þér.
- Ekki hika við að biðja tengiliðaupplýsingum eða bæta við fólki sem þú kynnist á LinkedIn, Facebook o.s.frv.
- Gefðu af þér – deildu því að þú sért í atvinnuleit og hver áhugamál þín eru o.s.frv.
Núna er tíminn til að vera fullkomlega heiðarleg og svara spurningunni: Hefur þú farið eftir þessum ráðum?
Ef JÁ: við óskum þér til hamingju. Vertu viss um að það mun borga sig.
Ef NEI: eftir hverju ertu að bíða? Finnst þér erfitt að byrja? Mundu bara: „Þeir fiska sem róa“
SKREF 2: GERÐU sjálfan þig sýnilegan og settu fram sannfærandi prófíl á netinu
Þú hefur kannski heyrt um „Persónulegt vörumerki“. Það er ekki aðeins fyrir frægt fólk, heldur alla sem vill nýta tækifærin á samfélagsmiðlum sem best.
Þú ættir að ganga úr skugga um að prófíllinn þinn á LinkedIn, Facebook, Twitter o.s.frv. sé að varpa ljósi á það besta af þér. Ímyndaðu þér einhvern sem veit ekkert um þig, en fær boð á netinu um að tengjast. Viðkomandi mun aðeins samþykkja þig á samfélagsmiðlum ef þeim líkar það sem þeir sjá og lesa um þig á prófílsíðunni þinni.
Hér eru helstu atriði sem þú ættir að skoða vandlega fyrir prófílinn þinn:
- Prófílmynd – einföld andlitsmynd er venjulega best (hugsanlega þar sem þú ert brosandi)
- Forsíðumynd – veldu hana vel og reyndu að láta hana lýsa sem best persónuleika þínum.
- Upplýsingar um starf þitt og menntun – þarf að koma fram í öllum prófílunum þínum, ekki aðeins á fagsíðum á borð við LinkedIn, upplýsingar um hvaða starfsreynslu, menntun og þekkingu þú hefur.
SKREF 3: Stækkaðu tengslanetið þitt
Þegar þú hefur búið til/uppfært prófílinn þinn á samfélagsmiðlum er næsta verkefni þitt að víkka út tengslanetið með fjölga vinum/tenglum.
Þetta ættir þú að gera:
- Finndu, og fylgdu eins öllum upplýsinga og samfélagsmiðlum fyrirtækja og samtaka sem þú vilt fá vinnu hjá eða geta stutt þig í atvinnuleitinni s.s. ráðningarfyrirtækja. Þú getur notað leitarvélar samfélagsmiðlanna til að finna þessa aðila með því að nota orð eins og: starf/störf í boði; ráðningar; nöfn fyrirtækja sem þú myndir vilja vinna hjá….
- Eftir að hafa fylgt þeim á samfélagsmiðlum reyndu að koma á sambandi við þá. Það getur veitt þér ákveðið forskot á aðra atvinnuleitendur. Ekki vera hrædd við að tjá þig um færslu eða senda skilaboð til að koma samtalinu af stað.
- Ef þú vilt gera meira en byggja á hefðbundinni notkun samfélagsmiðla fyrir atvinnuleit, þá getur þú aukið þekkingu þína og sýnileika með því að skoða blogg atvinnumanna og annarra frægra sérfræðinga o.s.frv.
Hugmynd: Ef þú vilt vinna á veitingastað skaltu finna upplýsingar á netinu (prófíl, blogg o.s.frv.) um nokkra frægra matreiðslu- og veitingamenn í kringum þig. Fylgdu þeim og reyndu að ná sambandi við þá með því að spyrja spurninga, gera athugasemdir við færslur þeirra o.s.frv. Ef þú ert hrædd um að þeim finnist þú uppáþrengjandi eða kjánalegur skaltu bara fylgja eftirfarandi tveimur reglum og þú ert 100% örugg:
a) spyrðu spurninga um starfsemi þeirra/skipulag, fyrirtækjamenning og starfsfólkið til að finna hvort vinnustaðurinn henti þér. Láttu þá vita að þú viljir læra af reynslu þeirra.
b) aldrei biðja um starf beint. Þegar þú talar við bæði tengiliði þína, gamla og nýja, láttu þá einfaldlega vita að þú sért opin fyrir ákveðnum verkefnum og kallaðu eftir tillögum um hugsanleg tækifæri.
SKREF 4: LÁTTU HEIMINN VITA AÐ ÞÚ SÉRT Í ATVINNULEIT
Þegar þú hefur lokið við að gera samfélagsprófílinn þinn og stækkað tengslanetið þitt á samfélagsmiðlum ættirðu að láta fólk vita að þú sért að leita að nýjum tækifærum.
Reglulega (en ekki daglega) geturðu samið vönduð innlegg/færslur og deilt því að þú sért í atvinnuleit. Reyndu að vera nákvæm um hvað þú vilt að aðrir aðstoði þig með. Hér er nokkur dæmi:
„Ég er í atvinnuleit og langaði að kanna hvort þið gætuð gefið mér ráð um hvernig best er að leita að vinnu hjá ferðaþjónustuaðilum (lögfræðifyrirtækjum, viðskiptaráðgjöfum, veitingastöðum osfrv.). Með fyrirfram þökk.“
Vertu hugrökk á samfélagsmiðlum, gefðu af þér og vertu opin í samskiptum og áður en þú veist af opnast ný tækifæri!